Heimsótti stúlkur á flótta í Kenía

Angelina Jolie er dugleg að berjast fyrir bættum mannréttindum.
Angelina Jolie er dugleg að berjast fyrir bættum mannréttindum. mbl.is/AFP

Angelina Jolie var stödd í Kenía á þriðjudaginn en þá var alþjóðlegur dagur flóttamanna. Jolie ræddi meðal annars um kynferðisofbeldi og heimsótti ungar stúlkur á flótta. 

Stúlkurnar sem Jolie hitti höfðu meðal annars flúið slæmt ástand í Kongó, Suður-Súdan og Sómalíu. Næstum því allar höfðu upplifað kynferðislegt ofbeldi og margar höfðu fætt börn eða voru óléttar eftir að hafa verið nauðgað. 

Daily Mail greinir frá því að Jolie hafi ávarpað starfsfólk alþjóðlegrar friðargæsluþjálfunarmiðstöðvar þar sem hún lagði áherslu á að fólk í einkennisbúningum þyrfti að sýna gott fordæmi.

Öll sex börn Jolie flugu með leikkonunni frá Los Angeles á laugardaginn, einum degi fyrir feðradaginn, og nýtti Brad Pitt, fyrrverandi eiginmaður leikkonunnar, því tímann og hitti börnin áður en þau fóru. 

Angelina Jolie.
Angelina Jolie. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler