Rekin fyrir dívustæla

Mariah Carey neitaði að gera það sem stóð í handriti …
Mariah Carey neitaði að gera það sem stóð í handriti bíómyndarinnar mbl/AFP

Söngkonan Mariah Carey var klippt út úr nýjustu mynd Will Ferrell og Amy Poehler fyrir yfirgengilega dívustæla í tökum. 

Carey átti að fara með lítið hlutverk í bíómyndinni Húsið (e. The House) þar sem Ferrell fer með aðalhlutverk myndarinnar ásamt því að vera aðalframleiðandinn. 

Ferrell sagði frá þessu í spjallþætti Seth Meyers en fór ekki náið út í smáatriðin. 

Annar leikari bíómyndarinnar, Cedric Yarbrough, sagði í Facebook-færslu sinni að Carey hefði mætt allt of seint á tökustað og látið starfsmenn myndarinnar bíða í fjóra klukkutíma af því að hún neitaði að leika atriðið eins og það var skrifað í handritinu. 

Einnig hefði hún óskað eftir stórri viftu til að blása hári sínu og að myndavélin myndaði hana aðeins að ofanverðu. Yarbrough sagði að hegðun hennar gegn starfsfólki myndarinnar hefði verið á mörkunum að vera ofbeldisfull. Hann endaði færsluna á því að fullyrða að hann væri að sleppa að segja frá því versta. 

Þetta er er ekki í fyrsta skipti sem söngkonan hefur verið ásökuð um mikla dívustæla. 

After a long day at a secret studio 😉

A post shared by Mariah Carey (@mariahcarey) on May 20, 2017 at 11:13pm PDT

Aðalleikarar bíómyndarinnar The House
Aðalleikarar bíómyndarinnar The House mbl/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson