Boyle áreitt og ógnað

Susan Boyle.
Susan Boyle. AFP

Susan Boyle, söngkonan sem skaust upp á stjörnuhimininn í hæfileikaþættinum Britain's Got Talent, er fórnarlamb stöðugs áreitis og ógnana.

Í frétt Telegraph um málið segir að hópur allt að fimmtán ára ungmenna leggi Boyle í einelti í heimabæ hennar, Blackburn. Í einu tilviki kveiktu ungmennin í pappír og köstuðu að henni

Talsmaður söngkonunnar segir í frétt Telegraph að til standi nú að hafa samband við lögregluna og fá hana til að rannsaka málið. Boyle er með Asperger-heilkenni sem þýðir að hún getur átt erfiðara uppdráttar í félagslegum samskiptum en aðrir. 

Vitni að árásinni segir að í eitt sinn hafi Boyle setið í strætisvagni er hópurinn sótti að henni, kastaði í hana steinum og æpti á hana.  „Í öðru tilviki voru þeir 10-15 saman og umkringdu hana. Þeir kveiktu í pappír og hentu að andliti hennar.“

Vitnið segir að ungmennin hafi gert hróp að henni og m.a. sagt: „Af hverju færðu þér ekki gleraugu þú ljóta gamla tæfa?“

Boyle hafnaði í öðru sæti Britain's got Talent árið 2009. Hún keypti þá æskuheimili sitt og býr nú þar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson