Afmæli Áttunnar umdeilt á Twitter

Stofnendur Áttunnar þeir Nökkvi Fjalar Orrason og Egill Ploder Ottóson
Stofnendur Áttunnar þeir Nökkvi Fjalar Orrason og Egill Ploder Ottóson mbl/instagram

Áttan er þriggja ára í dag og Nökkvi Fjalar Orrason, einn af stofnefnum hópsins spurði á Twitter hvort eitthverjir tónlistarmenn væru til í að spila í afmælisveislu þeirra á Spot á föstudaginn næstkomandi. 

Margir tónlistarmenn buðu sig fram, til dæmis má nefna Herra Hnetusmjör, Birnir, Joey Christ og 12:00.

Einkaþjálfarinn Gillz var meðal þeirra sem bauð sig fram á Twitter og í dag auglýsti Áttan að hann væri meðal þeirra tónlistarmanna sem munu spila í afmælisveislu Áttunnar. 

Í seinasta mánuði var Gillz afbókaður af lokaballi Verzlunarskóla Íslands vegna umræðu sem hafði skapast innan skólans um fortíð hans, en þá átti Áttan að fylla í skarðið fyrir hann. Áttan hinsvegar tók afstöðu með Gillz og neitað að spila á lokaballinu.   

Nú hefur enn á ný skapast umræða á Twitter þar sem fólk annaðhvort lýsir yfir óánægju eða ánægju yfir því að Gillz sé að spila. 

Nökkvi hefur svarað fyrir Áttuna á Twitter og skrifaði „Það mega allir tónlistarmenn spila í veislunni okkar.“ 








mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson