Lét yfirvöld hafa skartgripina

Kerr þurfti að skila skartgripum sem fyrrverandi kærasti hennar gaf …
Kerr þurfti að skila skartgripum sem fyrrverandi kærasti hennar gaf henni. mbl.is/AFP

Miranda Kerr lét bandarísk yfirvöld hafa skartgripi að andvirði um 850 milljónir íslenskra króna. Skartgripina fékk hún í gjöf árið 2014 frá þáverandi kærasta sínum Low Taek Jho. 

Malasíski kaupsýslumaðurinn Jho er sagður hafa notað illa fengna peninga til þess að kaupa skartgripina en bandarísk yfirvöld aðstoða nú malasísk yfirvöld í máli Jho.

Samkvæmt USA Today tók ofurfyrirsætan skartgripina úr bankahólfi sínu í LA á föstudaginn og afhenti yfirvöldum þá. En í skargripasafninu er meðal annars að finna 8,8 karata bleikan demantshring. Kerr er sögð hafa vera samstarfsfús og mun halda áfram að vera það. 

Kerr átti í ástarsambandi við Jho eftir að hún skildi við leikarann Orlando Bloom árið 2013. En ofurfyrirsætan giftist nýverið Evan Spiegel, stofnanda Snapchat. 

Miranda Kerr.
Miranda Kerr. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler