Segir hlýnun jarðar sjást vel á Íslandi

Leikarinn frægi lætur sig heimsmálin varða.
Leikarinn frægi lætur sig heimsmálin varða. Wikipedia/Gage Skidmore

Leikarinn Kit Harington, sem fer með hlutverk Jon Snow í þáttaröðinni Game of Thrones, sá skýr merki um áhrif loftslagsbreytinga á meðan tökum stóð á Íslandi. Hann segir að jökull þar sem tökur fóru fram fyrir fjórum árum hafi augljóslega hopað milli ára. 

„Það var kaldhæðnislegt þegar við fórum til Íslands, því að í þáttunum er vetrartíð. Þegar við komum þangað vorum við heppin að fá einhvern snjó vegna þess að í okkar heimi, raunveruleikanum, er svo sannarlega enginn vetur á næsta leiti,“ segir Harington í viðtali við Time.  „Við fórum þangað og ég sá að jökullinn þar sem atriðin með okkur Rose [Leslie] voru tekin upp fyrir fjórum árum hafði hopað.“

„Ég sá loftslagsbreytingar og hnattræna hlýnun með mínum eigin augum og það er ekki falleg sjón.“ 

Loftslagsbreytingar hafa lengi verið þema í þáttaröðinni og taka á sig mynd yfirvofandi vetrartíðar sem ryður sér yfir heiminn úr norðri. Að sögn Haringtons er hins vegar öfugu farið í veruleikanum, þar sem síhækkandi hitastig einkennir vandann. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant