Lék með Johnny Depp og berst nú í Sýrlandi

Enright segist vanur dauða og hryðjuverkum, en sprengingin í Manchester …
Enright segist vanur dauða og hryðjuverkum, en sprengingin í Manchester hafi hert sig enn frekar. Wikipedia

Breski leikarinn Michael Enright, sem m.a. lék með Johnny Depp og fleiri stórleikurum í myndinni Pirates of the Carribbean, tekur nú þátt í sókninni gegn sýrlensku borginni Raqqa, sem hryðjuverkasamtökin Ríki íslams, hafa á valdi sínu.

Í viðtali við dagblaðið Daily Telegraph, sem vefsíðan MSN hefur tekið upp, er haft eftir Enright að hann vilji hefna nýlegrar hryðjuverkaárásar á heimaborg sína Manchester.

„Ég hef í huga Manchester Arena og árásirnar tvær í London, við Westminster Bridge og á Borough markaðinn,“ sagði Enright. Hann hefur nú gengið til liðs við sýrlensku uppreisnarsamtökin SDF, sem taka þátt í áhlaupinu á Raqqa. SDF er undir stjórn hersveita Kúrda, sem Enright gekk til liðs við árið 2015.

„Árásin í Manchester vakti miklar mér miklar tilfinningar. Ég er vanur dauða og hryðjuverkaárásum, en þetta var heimabær minn,“ sagði Enright og vísar þar til sprengjuárásarinnar á Manchester Arena tónleikahöllina í maí.

Segir hann þá árás hafa hert sig enn frekar og að hann sé nú jafnan í hópi þeirra fyrstu sem rétti upp hönd þegar óskað er eftir sjálfboðaliðum til að taka þátt í aðgerðum gegn Ríki íslams.

Nokkrir tugir útlendinga hafa gengið til liðs við Kúrda til að taka þátt í baráttunni gegn Ríki íslams í Sýrlandi. Flestir þeirra hafa áður gegnt herþjónustu og komust í samband við samtökin í gegnum Facebook og þá hafa nokkrir gripið til hópfjármögnunar á vefnum til að fjármagna flug sitt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant