Sagði Houston og Stone vera ófrumlegar

Madonna.
Madonna. AFP

Madonna skrifaði bréf til leikarans John Enos snemma á tíunda áratugnum þar sem hún segir söng- og leikferla Whitney Houston og Sharon Stone í meðallagi.

Í bréfinu byrjar Madonna á því að biðjast afsökunar yfir því að hafa verið í slæmu skapi upp á síðkastið og segist svo frekar dauð liggja heldur en að verða eins og Houston eða Stone.

Hún bætir því við að henni finnist ósanngjarnt að hún sé gagnrýnd fyrir hluti á meðan aðrir miklu meira óspennandi en hún fái hrós fyrir það sama. 

„Kannski var það svona sem svörtu fólki leið þegar Elvis varð frægur,“ skrifar hún. 

„Það er svo ömurlegt að þurfa að lesa í fjölmiðlum að ég óski þess að verða jafnfræg og Whitney Houston eða Sharon Stone því ég myndi frekar deyja. Þær eru svo hrikalega óspennandi og ófrumlegar,“ bætir söngkonan við. 

Sharon Stone svaraði bréfi Madonnu á samfélagsmiðlum og sagðist ekki ætla að láta þetta bréf eyðileggja áralanga vináttu þeirra. Whitney Houston dó árið 2012. 

Bréfið, sem hefur aldrei verið birt áður, verður selt á uppboði í næstu viku og er áætlað að það seljist fyrir um 400.000 íslenskar krónur. 

Whitney Houston var svakalega vinsæl söngkona.
Whitney Houston var svakalega vinsæl söngkona. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson