Gefur út tvær nýjar Harry Potter-bækur

J.K. Rowling ætlar að gefa út tvær nýjar bækur um …
J.K. Rowling ætlar að gefa út tvær nýjar bækur um Harry Potter. AFP

Fyrr á þessu ári tilkynnti J.K. Rowling að hún ætlar setja fram Harry Potter-sýningu í tilefni 20 ára afmæli bókanna.  

En nú hefur J.K. Rowling tilkynnt að með sýningunni ætlar hún að gefa út tvær nýjar Harry Potter-bækur.

Fyrsta bókin mun bera heitið Harry Potter: History of Magic eða Harry Potter: Galdrasaga og mun bókin fara með lesendur í gegnum öll fög sem kennd eru í Hogwarts á skemmtilegan og áhugaverðan hátt.

Hin bókin mun bera heitið Harry Potter: A Journey Through the History of Magic eða Harry Potter: Ferðalag í gegnum sögu galdranna. Sú bók er að sögn full af áður óséðum skissum og handritum frá J.K. Rowling og stórkostlegum myndskreytingum frá Jim Kay, sem myndskreytti einnig upprunalegu Harry Potter-bækurnar. 

Bækurnar fara í sölu 20. október í Breska bókasafninu þar sem sýningin verður haldin. Hægt er að forpanta bækurnar hér.

Nýjasta viðbótin í sögum um Harry Potter, The Cursed Child, …
Nýjasta viðbótin í sögum um Harry Potter, The Cursed Child, kom út í júlímánuði í fyrra. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant