Úr einum söngleik í annan

Páll Óskar Hjálmtýsson.
Páll Óskar Hjálmtýsson. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Brynhildur Guðjónsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir, Valur Freyr Einarsson og Þórunn Arna Kristjánsdóttir eru orðin vel þjálfuð í söngleikjaforminu eftir að hafa sýnt 188 sýningar á Mamma mia! Öll verða þau með í næsta söngleik sem Borgarleikhúsið setur upp, þ.e. Rocky Horror í leikstjórn Mörtu Nordal, sem frumsýndur verður í mars.

Brynhildur og Vala leika Magentu og Columbiu, Valur Freyr er sögumaðurinn og Þórunn Janet. Með hlutverk Brads fer Arnmundur Ernst Backman. Atli Rafn Sigurðarson leikur Riff Raff, Haraldur Ari Stefánsson er Rocky og Katla Margrét Þorgeirsdóttir Dr. Scott. Eins og fram hefur komið bregður Páll Óskar sér í hlutverk Frank–N–Furter 27 árum eftir að hann lék hlutverkið með Leikfélagi MH. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler