The Rolling Stones gefa út nýja plötu

Keith Richards hefur nú tilkynnt að hljómsveitin The Rolling Stones …
Keith Richards hefur nú tilkynnt að hljómsveitin The Rolling Stones sé að vinna að nýrri plötu. Richards lýsti þessu yfir eftir að mynd af bandinu og breska rapparanum Skepta fór í dreifingu. Ljósmynd/ Úr myndasafni mbl.is

Keith Richards hefur nú tilkynnt að hljómsveitin The Rolling Stones sé að vinna að nýrri plötu. Richards lýsti þessu yfir eftir að mynd af bandinu og breska rapparanum Skepta fór í dreifingu.

Richards, sem var spurður af aðdáendum á Youtube-umræðufundi hvort The Rolling Stones ætluðu að gefa út nýja plötu, svaraði: „Já, við erum reyndar að því afar, afar bráðlega.“ Hann sagði auk þess að nú væru þeir að klippa ný lög og „veltandi fyrir sér hvert þeir muni taka þetta næst“.

Stofnandi Midnight Studios birti fyrr í mánuðinum Instagram-mynd af Skepta með fyrirsvarsmanni The Rolling Stones, Mick Jagger. Vakti myndin mikla athygli og ýmsar tilgátur um samstarf hljómsveitanna fóru í dreifingu á netinu.

Skepta and Mick Jagger, London 2017. (One of the most inspiring days of my life.)

A post shared by SHANE GONZALES (@shaneaveli) on Jul 9, 2017 at 11:32am PDT

Hljómsveitin hefur undanfarna fimm áratugi unnið með helstu tónlistarmönnunum í blús og soul-tónlist. Hinir sjötugu rokkarar gáfu út plötu af blúsábreiðum í desember, „Blue and Lonesome“. Þá höfðu þeir ekki gefið út nýtt lag úr hljóðveri í heilan áratug.

The Rolling Stones hefur þó minni reynslu af hip-hop-tónlist. Skepta er forkólfur í svokölluðu „grime“, sem er undirflokkur í hraðvaxandi hip-hop-senunni í London og hefur notið mikilla vinsælda í heiminum undanfarin ár.

Að sögn Richards mun næsta plata hljómsveitarinnar aftur á móti einnig vera með útgáfur af klassískum blúslögum enda hafi hljómsveitin notið þess að taka upp plötuna „Blue and Lonesome“. Þetta kemur fram í frétt frönsku fréttaveitunnar AFP.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson