Barbara Sinatra látin

Barbara Sinatra.
Barbara Sinatra. AFP

Barbara Sinatra, aðgerðasinninn, fyrirsætan og eiginkona tónlistarmannsins sáluga, Frank Sinatra, lést í gær, 90 ára að aldri. 

Talsmaður fjölskyldunnar staðfestir að Sinatra hafi látist af náttúrulegum orsökum á heimili sínu í Kaliforníu á meðan hún var umkringd fjölskyldu og vinum. 

Sinatra var fjórða kona Frank Sinatra en þau giftu sig árið 1976 og voru þau gift þangað til hann dó árið 1998. Sinatra hjálpaði að reisa stofnun í sínu nafni árið 1980 sem hjálpar ungum fórnarlömbum kynferðislegs og andlegs ofbeldis. Í tilkynningu frá stofnun hennar í gær segir að meira en 20.000 börn undir 18 ára aldri hafa fengið hjálp vegna Sinatra.

Sinatra lætur eftir sig einkasoninn úr fyrra hjónabandi, Robert Max, og barnabarn sitt, Carina Blakeley Max. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason