Jafnmikið loft og í 180 milljónum fótbolta

Gífurlegt magn lofts þarf til að blása upp þrautirnar í …
Gífurlegt magn lofts þarf til að blása upp þrautirnar í hlaupinu.

Það gagnast okkur sjálfsagt lítið í okkar daglega lífi að vita hversu mikið loft þarf til að blása upp 180 milljónir fótbolta, sérstaklega þar sem ekki er til slíkur fjöldi fótbolta á Íslandi í dag. Íslendingum gefst hins vegar kostur á að sjá umfang þess lofts sem til þarf til að blása upp slíkan fjölda fótbolta með því að fara í Gung-Ho-hindrunarhlaupið því loftið sem þarf til að blása upp þrautirnar 13 sem verða í hlaupinu er jafnmikið og þarf til að blása upp 180 milljónir fótbolta.

Í Gung-Ho-hindrunarhlaupinu fara þátttakendur 5 km vegalengd sem þeir ýmist hlaupa, skokka eða ganga. Þetta skemmtihlaup er fyrir alla og skiptir hlaupaform engu máli þar sem engin tímataka er í hlaupinu og allt gert í ljósi tómrar skemmtunar.

Til að blása upp hindranirnar verða notaðir rúmlega 50 öflugir blásarar. „Flestar þrautirnar þurfa fleiri en einn blásara því þær eru svo stórar. Algengt er að tvo til fjóra blásara þurfi á hverja þraut,“ segir Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri Gung-Ho-hlaupsins á Íslandi.

„Við reiknuðum út loftþörfina á hverri þraut fyrir sig til að reyna að setja þetta í samhengi. Minnsta þrautin þarf ekki loft fyrir nema 3,5 milljónir fótbolta vegna þess að hún samanstendur af svo miklu meira en lofti, á meðan stærsta þrautin þarf loft á við 33 milljónir fótbolta. Sú er mjög stór, tæpir 400 fermetrar að flatarmáli og 2.000 að rúmmáli.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler