Jólin skeggrædd í Danmörku

Jólasveinaráðstefnan er haldin í sextugasta skiptið.
Jólasveinaráðstefnan er haldin í sextugasta skiptið. mbl.is/AFP

Það styttist í jólin og komu því um 150 jólasveinar alls staðar að úr heiminum saman á jólasveinaráðstefnu í Bakken í Kaupmannahöfn. 

Jólasveinarnir gáfu sér tíma og skemmtu sér í Bakken.
Jólasveinarnir gáfu sér tíma og skemmtu sér í Bakken. mbl.is/AFP

Huffington Post greinir frá því að þetta sé í sextugasta skipti sem ráðstefnan er haldin og létu sveinkarnir ekki góða veðrið trufla sig og klæddust þeir hefðbundnum rauðum búningi og báru hvíta vetrarskeggið. 

Nóg er að gera hjá jólasveinunum þessa þrjá daga sem ráðstefnan er haldin. Jólasveinarnir fara í skrúðgöngu, baða sig í sjónum og gæða sér á síld. Einnig eru nokkrir sveinkar sem taka þátt í jólasveinatískusýningu. 

Ráðstefnan er ekki eintóm skemmtun en það þarf líka að ræða mikilvæg málefni varðandi jólahaldið. Jólasveinninn Wolfgang frá Þýskalandi segir þá meðal annars hafa rætt um hvaða dagur sé eiginlega jóladagur, en Wolfgang hefur tekið þátt í ráðstefnunni síðan 1996. 

Jólasveinarnir baða sig í sjónum á ráðstefnunni.
Jólasveinarnir baða sig í sjónum á ráðstefnunni. mlb.is/AFP

Jólasveinninn Elizabeth frá Danmörku segir að þau hafi meðal annars rætt um hvernig jólatré eigi að vera á litinn. „Þetta ár erum við að ákveða hvort tréð eigi að vera fjólublátt, rautt eða grænt...grænn er uppáhaldsliturinn minn,“ segir hún. 

Um 150 jólasveinar mættu á ráðstefnuna í ár.
Um 150 jólasveinar mættu á ráðstefnuna í ár. mbl.is/AFP



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant