Sökuð um stuld í fjórða sinn

Kylie Jenner er sökuð um að hagnast á hugmyndum annars …
Kylie Jenner er sökuð um að hagnast á hugmyndum annars fólks í fjórða sinn á stuttum tíma. mbl.is/AFP

Breskur listamaður að nafni Sara Pope hefur kært raunveruleikastjörnuna Kylie Jenner fyrir að herma eftir listaverki sínu en þetta er í fjórða skiptið á stuttum tíma sem að Jenner er ásökuð um að hagnast á hugmyndum annarra. 

Í kynningu Jenner fyrir nýju raunveruleikaþætti hennar Life Of Kylie, er myndbrot af neonbleikum vörum sem að eru mjög svipaðar listaverki Pope frá 2015.

Bandaríska vefsíðan TMZ segist hafa dómsgögnin í fórum sínum þar sem Pope kærir Jenner og framleiðslufyrirtæki þáttana NBC Universal.

Framleiðendur þáttana tóku það fram, eftir að greint var frá kærunni, að Jenner hafi ekki komið nálægt því að hanna myndina heldur var það gert af þriðja aðila.

Fyrr á árinu hannaði hún og systir hennar, Kendall Jenner, boli með andlitum sínum yfir andlit látinna átrúnaðargoða eins og Tupac og Notorious BIG. Bolirnir voru ekki hannaðir í samstarfi við fjölskyldur listamannanna og báðu þær ekki um leyfi fyrir að nota andlit þeirra á boli sína. Að lokum þurftu systurnar að biðjast afsökunar og tóku bolina úr sölu.

Í lok seinasta árs var Jenner sökuð um að stela auglýsingum fyrir snyrtivörulínu sína frá förðunarfræðingnum Vlada Haggerty. 

Um sumarið 2016 sakaði YouTube-stjarnan Shannon Harris Jenner um að stela hönnuninni á augnskuggapallettu sinni frá sér. 

Til vinsti er mynd Pope og til hægri er mynd …
Til vinsti er mynd Pope og til hægri er mynd Jenner. skjáskot/instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson