55 milljóna króna innbrot hjá John Terry

John Terry gerði þau mistök að birta mynd af sér …
John Terry gerði þau mistök að birta mynd af sér á Instagram meðan hann var í fríi. mbl.is/AFP

Knattspyrnumaðurinn John Terry birti mynd á Instagram í vetur þar sem hann sagðist vera í nokkra daga skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni. Í kjölfarið brutust þjófar inn á heimili hans og stálu meðal annars skartgripum og handtöskum að andvirði 52 milljóna og unnu tjón á húsinu fyrir um tvær og hálfa milljón íslenskra króna. 

Knattspyrnustjarnan og eiginkona hans Toni Terry birtu myndir og myndbönd af skíðaferðalaginu og sáu þar atvinnuþjófar sér leik á borði. Á meðal þess sem þeir stálu voru handtöskur að andvirði 17 milljóna íslenskra króna, áritaðar Harry Potter-bækur sem eru metnar á tvær og hálfa milljón, Cartier-skartgripir fyrir tæpar 30 milljónir, hringur á rúmar átta milljónir og nokkur merkjaúr frá Terry. 

Klíkan á bak við innbrotið rændi einnig hús annarra efnaðra einstaklinga en saksóknari í málinu sagði að innbrotið hefði verið vel skipulagt var framið með miskunnarlausri skilvirkni. 

Great few days away Skiing with the family 🎿❄️ @toniterry26 🇫🇷

A post shared by John Terry (@johnterry.26) on Feb 28, 2017 at 2:12pm PST

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson