Karl sagði að hann ætti rétt á hjákonu

Díana og Karl giftu sig árið 1981.
Díana og Karl giftu sig árið 1981. mbl.is/AFP

Í nýrri heimildarmynd um Díönu prinsessu, Diana: In Her Own Words, talar Díana sjálf opinskátt um hjónaband og ástarlíf sitt. Samkvæmt Daily Mail segir hún meðal annars að Karl hafi talið það sjálfsagt að hann ætti hjákonu. 

„Sko, ég neita að vera eini prinsinn af Wales sem hefur ekki átt hjákonu,“ sagði Díana að Karl hafi sagt við sig þegar hún spurði hann út í framhjáhald. 

Díana sagði jafnframt að faðir Karls, Filipus hertogi af Edinborg, og maður Elísabetar Englandsdrottningar hafi gefið grænt ljós á framhjáhald. Samkvæmt prinsessunni á Filipus að hafa ráðlagt Karli að bíða í fimm ár frá giftingu með framhjáhald. Ef hjónabandið gengi ekki upp þá mætti hann halda fram hjá.

„Sem er nákvæmlega, ég meina í alvöru, ég vissi að það hafði gerst eftir fimm, ég vissi að eitthvað hafði gerst fyrir það en eftir fimm ár var ég með staðfestingu,“ sagði Díana prinsessa um framhjáhald eiginmanns síns og Camillu Parker Bowles. 

Hjónaband Díönu og Karls var ekki fullkomið.
Hjónaband Díönu og Karls var ekki fullkomið. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant