Kanye West í mál gegn Lloyd's

Rapparinn Kanye West.
Rapparinn Kanye West. AFP

Tónlistarmaðurinn Kanye West hefur höfðað skaðabótamál gegn tryggingarfélaginu Lloyd's en hann sakar félagið um að neita að greiða kröfur sem gerðar hafa verið vegna þess að West aflýsti tónleikaferðalagi í fyrra. Krefur West Lloyd's um 10 milljónir Bandaríkjadala, sem svarar til rúmlega milljarðs króna, en eins og fram hefur komið varð West að aflýsa tónleikaferðalaginu vegna veikinda.

West höfðaði málið gegn Lloyd's fljótlega eftir að hann aflýsti öðrum hluta „Saint Pablo Tour“-tónleikaferðalagsins í nóvember og var innritaður á sjúkradeild í Los Angeles. Eins og fram hefur komið fékk West taugaáfall og óskaði sjálfur eftir því að fá læknishjálp.

Í héraðsdómi í Los Angeles í gær kom fram hjá West að hann og fyrirtæki hans, Very Good Touring Inc., hafi ekki enn fengið greitt frá tryggingarisanum það sem hann á inni hjá félaginu.

Jafnframt hafi tryggingarfélagið ekki lagt fram nein haldbær rök hvers vegna það hefur ekki enn greitt honum. Það haldi því fram að neysla hans á maríjúana geti útilokað rétt hans á greiðslu og þannig haldið eftir háaum fjárhæðum sem Very Good hafði greitt félaginu.

Kanye West, Kim Kardashian og Kourtney Kardashian.
Kanye West, Kim Kardashian og Kourtney Kardashian. AFP

Tónleikaferðalaginu „Saint Pablo Tour“ átti að ljúka 31. desember en West varð að aflýsa 21 tónleikum vegna veikindanna. Hann hafði hinsvegar tryggt sig fyrir því ef að því kæmi að aflýsa þyrfti tónleikum.

Framkoma West á tónleikum í Kaliforníu í nóvember kom áheyrendum á óvart þar sem rapparinn hélt samhengislausa ræðu þar sem Donald Trump var helsta umræðuefnið.     

Stuttu síðar var West lagður inn en hann var ekki bara með ásakanir í garð Trump heldur einnig í garð Jay Z en West sakaði þann síðarnefnda um að hafa ráðið leigumorðingja til að taka sig af lífi. Eins fékk stofnandi Facebook, Mark Zuckerberg, sinn skammt af reiðilestrinum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler