Rich Piana haldið sofandi

Hjónin Rich og Sara Piana.
Hjónin Rich og Sara Piana. mbl

Einn þekktasti tengdasonur Íslands, vaxtarræktartröllið Rich Piana, er í vanda staddur. Piana var kvæntur Söru Heimisdóttur og bjó parið saman í Bandaríkjunum. Það var mikið í fréttum á meðan á sambandi þeirra stóð enda gustaði af þeim saman. 

Piana er mikill vexti, vöðvastæltur og hrikalegur og heldur út sinni eigin youtube-rás. Fókuspunkturinn á youtube-rás hefur verið almenn hreysti og hefur hann leyft fylgjendum sínum að fylgjast með sér í ræktinni. Nú virðist vera komið babb í bátinn og hann líklega ekki eins heilsuhraustur og hann vill sjálfur meina. Ef marka má fréttir TMZ  þurfti að fara með kappann á sjúkrahús á mánudagskvöldið vegna inntöku á of stórum lyfjaskammti.

Þegar lögregla og sjúkraflutningamenn mættu á staðinn var Piana meðvitundarlaus og var farið með hann strax á sjúkrahús. Samkvæmt TMZ er honum haldið sofandi í öndunarvél. Ekki hafa borist fréttir af því hvernig ástandið á kappanum er akkúrat núna. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Piana kemst í fréttir vegna heilsu sinnar því í lok síðasta árs þurfti hann að láta fjarlægja nokkra fæðingarbletti vegna húðkrabbameins. 


Nýjasta færsla Piana á Instagram sýnir þó að kappinn er í fullu fjöri. Það er þó ekki alveg víst að hann hafi sett myndina inn sjálfur því greifar eins og Piana eru náttúrlega með starfsfólk. Tekið er fram í myndinni að hún sé gömul, ekki ný. 


Hér er Rich Piana með Fjallinu, Hafþóri Júlíusi Björnssyni, sem er þekkt kraftatröll. 



Sara og Rich Piana á brúðkaupsdaginn.
Sara og Rich Piana á brúðkaupsdaginn.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson