Altaf dæmd fyrir kynlífsmyndbandið

Paris Hilton.
Paris Hilton. mbl.is/AFP

Paris Hilton er í löngu viðtalið við tímaritið Marie Claire þar sem hún ræðir meðal annars kynlífsmyndband sem fyrrverandi kærasti hennar setti á netið. 

Þegar Hilton var 18 ára setti fyrrverandi kærasti hennar hinn 33 ára gamli Rick Salomon kynlífsmyndband á netið en hann hefur grætt 10 milljónir bandaríkja dala á myndbandinu. Hilton hefur hinsvegar ekki fengið krónu enda segir Hilton að hún hafi ekki átt þátt í því að koma myndbandinu á netið, þó svo að það hafi gert hana heimsfræga. 

„Þetta er mjög særandi, vegna þess að allt mitt líf leit ég upp til Díönu prinsessu, allra þessara elegant, frábæru kvenna og mér finnst eins og  [Salomon] hafi tekið það allt frá mér,“ segir Hilton og bætir því við að hún muni alltaf verða dæmd út frá myndbandinu. „Ég óska þess að ég hafði aldrei hitt hann. Það er í rauninni eina sem ég sé eftir í lífinu,“ segir Hitlon í viðtalinu. 

Hilton tjáir sig einnig um forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, í viðtalinu en Trump er gamall fjölskylduvinur. Þó svo hún sé ekki sammála því hvernig Trump talar um Mexíkóa þá vill hún meina að hann verði góður forseti. 

Þó svo að Hilton telji sig vera feminsta tekur hún ekki mark fjölda kvenna sem hafa sakað Trump um kynferðislega áreitni. Hún segir þær bara vera leita að athygli og frægð.

Beautiful day at #Formentera. 🌅 #NeverEndingSummer ❤

A post shared by Paris Hilton (@parishilton) on Aug 11, 2017 at 3:23pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant