Staðfestir endurkomu sem 007

Daniel Craig.
Daniel Craig. AFP

Daniel Craig, breski leikarinn sem sagðist frekar ætla að skera sig á púls heldur en að leika James Bond í fimmta sinn, hefur loksins staðfest að hann muni snúa aftur sem 007 í síðasta sinn.

Dagblaðið The New York Times greindi frá því í síðasta mánuði að hinn 49 ára leikari myndi snúa aftur á hvíta tjaldið árið 2019 í 25. myndinni um Bond.

Craig vildi ekki staðfesta fregnirnar fyrr en hann ræddi við spjallþáttastjórnandann Stephen Colbert á sjónvarpsstöðinni CBS.

„Ég hef verið frekar dulur út af þessu. Ég hef farið í viðtöl í allan dag og fólk hefur spurt mig og ég held að ég hafi verið frekar dulur. Mér leið þannig að ef ég ætlaði að segja frá þessu myndi ég segja þér það,“ sagði hann, áður en hann játaði að hann ætlaði að leika Bond á nýjan leik.

„Ég gæti ekki verið hamingjusamari,“ bætti hann við en tók fram að þetta yrði síðasta myndin hans.

Craig kynnir Bond-myndina Spectre árið 2015.
Craig kynnir Bond-myndina Spectre árið 2015. AFP

Næsta Bond-mynd er væntanleg í bíó í nóvember 2019.

Craig er sjöundi leikarinn sem leikur njósnarann. Forverar hans eru Sean Connery, Roger Moore, David Niven, George Lazenby, Timothy Dalton og Pierce Brosnan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant