Þriðja konan ásakar Roman Polanski

Roman Polanski hefur verið ásakaður nokkrum sinnum um kynferðislega misnotkun …
Roman Polanski hefur verið ásakaður nokkrum sinnum um kynferðislega misnotkun á stúlkum undir lögaldri. mbl.is/AFP

BBC greinir frá því að kona sem er aðeins kölluð Robin hafi stigið fram og ásakað kvikmyndaleikstjórann Roman Polanski um kynferðislega áreitni. Meint atvik átti sér stað árið 1973 þegar Robin var aðeins 16 ára. 

Mál Robin er hinsvegar fyrnt en hún gæti borið vitnisburð í máli Samönthu Geimer. En Polanski flúði Bandaríkin árið 1978 eftir að hann viðurkenndi að hafa nauðgað henni þegar hún var aðeins 13 ára. Áður en Polanski flúði var hann í 42 daga í fangelsi í Bandaríkjunum. 

Lögmenn Polanski hafa ekki svarað ásökunum en eins og fyrr segir er Robin þriðja konan sem ásakar Polanski um kynferðislegt ofbeldi undir lögaldri. Árið 2010 steig breska leikkonan Charlotte Lewis fram og ásakaði Polanski um kynferðislega áreitni í París árið 1983 en þá var hún 16 ára rétt eins og Robin. 

Roman Polanski.
Roman Polanski. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson