Handtekinn fyrir að dansa macarena

Drengurinn stoppaði umferð með dansatriði sínu.
Drengurinn stoppaði umferð með dansatriði sínu. Skjáskot/Twitter

14 ára drengur hefur verið handtekinn af yfirvöldum í Sádi-Arabíu fyrir að dansa macarena á umferðargötu í borginni Jeddah.

Myndband af danssporum drengsins hefur fengið mikla útbreiðslu á samfélagsmiðlum, en drengurinn er nú í haldi og sakaður um „ósiðlega hegðun á almannafæri“. Hafa sumir notendur samfélagsmiðla sagt drenginn vera hetju en aðrir segja hann „ósiðlegan“.


 

BBC segir ekki ljóst hverrar þjóðar drengurinn er, né hvort hann verði formlega ákærður fyrir uppátækið, en talið er að myndbandið hafi fyrst verið sett á netið í júlí í fyrra.

Fyrr í mánuðinum var tónlistarmaður handtekinn í landinu fyrir að „dabba“ á tónleikum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson