Krónprins komst ekki inn án skilríkis

Friðrik krónprins er næsti erfingi krúnunnar.
Friðrik krónprins er næsti erfingi krúnunnar. Skjáskot/Kongehuset

Friðrik krónprins var meinaður aðgangur að bar í Queensland í Ástralíu vegna þess að hann var ekki með almennileg skilríki meðferðis. ABC greinir frá þessu.

Ný lög í borginni krefjast þess að dyraverðir staða sem eru opnir lengur en til miðnættis biðji alla gesti um vegabréf til þess að fá inngöngu. Lögin gengu í gildi 1. júní og hafa nú þegar skapað mikið vesen, sérstaklega fyrir ferðamenn. 

Krónprinsinn, sem er næsti erfingi krúnunnar í Danmörku, komst inn á barinn síðar um kvöldið eftir að hann fékk sjö lögreglumenn með sér á staðinn til þess að hleypa sér inn. Lögreglumennirnir þurftu að sannfæra dyravörðinn og eigendur staðarins um að krónprinsinn fengi undantekningu frá þessum nýju lögum borgarinnar. 

„Þetta eru asnaleg lög,“ sagði eigandi barsins. „Við vissum alltaf að þetta yrði algjör martröð.“ Hann bætti við að Friðrik hafi verið mjög indæll og kurteis og það hafi aðallega verið öryggisverðir hans sem rifust við innganginn. 

Friðrik krónprins ásamt Maríu krónprinsessu og börnum þeirra.
Friðrik krónprins ásamt Maríu krónprinsessu og börnum þeirra. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson