Aðdáendur brjálaðir yfir Jókermynd

Heath Ledger í hlutverki sínu sem Jókerinn.
Heath Ledger í hlutverki sínu sem Jókerinn. skjáskot/Imdb

Segja má að netið hafi farið hliðina í gær, þriðjudag, þegar fregnir bárust af því að framleiðslufyrirtækið Warner Bros er að skipuleggja mynd um Jókerinn úr Batman. 

Samkvæmt Toofab mun Hangover-leikstjórinn Todd Phillips koma að handritinu og mögulega leikstýra myndinni en það er enginn annar en Martin Scorsese sem framleiðir myndina. En planið er að gera myndina án allra tengsla við fyrri myndir. 

Fólk kvartaði mikið yfir því á Twitter að þessi leyndardómsfulla persóna sem Jókerinn er fengi forsögu. En margir sögðu að persónan væri svo góð af því líf hans fyrir málninguna væri á huldu. Einnig voru margir í uppnámi vegna þess að það væri ekki endilega Jared Leto sem færi með hlutverkið eins og hann gerði í Suicide Squad. 

„Ég skal veðja að þau munu gefa Jókernum eitthvert fáránlegt nafn eins og Greg,“ tísti einn reiður aðdáandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant