Fagna Íslandsmeti með 500. sýningunni

Bjarni Haukur Þórsson með eiginkonu sinni Karin Thorsson. Hann segist …
Bjarni Haukur Þórsson með eiginkonu sinni Karin Thorsson. Hann segist ánægður með hve vel sýningin hefur gengið. Rax / Ragnar Axelsson

Leiksýningin How to become Icelandic in 60 minutes verður sýnd í 500. skipti í Hörpu í kvöld og hafa þá um 60 þúsund manns séð sýninguna sem var frumsýnd í maí 2012.

How to become Icelandic in 60 minutes er svonefnd eins manns sýning (e. one man show) og hafa leikararnir Karl Ágúst Úlfsson, Kjartan Darri Kristjánsson og Örn Árnason skipst á að fara með hlutverkið. Það fellur í hlut Arnar að leika í 500. sýningunni, en verkið er  samið og framleitt af Bjarna Hauki Þórssyni og leikstýrt af Sigurði Sigurjónssyni.

„Við erum ákaflega ánægð og stolt með hversu vel sýningin hefur gengið. Það er frábært að hafa náð 500 sýningum og fengið 60 þúsund áhorfendur til að sjá hana í Hörpu. Þetta er Íslandsmet því það hefur engin íslensk leiksýning verið sýnd svona oft,“ er haft eftir Bjarna Hauki í fréttatilkynningu. Sýningar á borð við Dýrin í Hálsaskógi hafi vissulega verið settar oft upp, en þá sé um að ræða margar mismunandi uppfærslur af verkinu.

„Við höfum fengið mjög góða dóma bæði hjá Íslendingum og ekki síst útlendingum en sýningin er ætluð öllum þeim sem vilja læra hvað það er að vera Íslendingur. Við erum hvergi nærri hætt og munu halda áfram með sýninguna eins lengi og fólk hefur ánægju af því að koma og sjá hana og vonandi verður það sem lengst,“ segir Bjarni Haukur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler