Fara fögrum orðum um Ísland í myndbandi

Game of Thrones er meðal annars tekið upp á Íslandi.
Game of Thrones er meðal annars tekið upp á Íslandi.

Í myndbandi sem sett var á Youtube ræða aðstandendur Game of Thrones, bæði leikarar og framleiðendur og handritshöfundar, um Beyond the Wall, nýjasta þáttinn í sjöundu seríu. Fara þeir þar fögrum orðum um Ísland og lýsa fegurðinni nánast sem fjarstæðukenndri. 

Devid Benioff, framleiðandi og handritshöfundur, segir að það jafnist ekkert á við tæknibrellur ef hið raunverulega er til eins og Ísland er. „Ísland er til og það er kalt eins og helvíti og fallegt og það er ekkert eins og að hafa þann raunveruleika á skjánum,“ sagði hann.

D.B. Weiss, annar framleiðandi og handritshöfundur, segir Ísland vera svo ótrúlegt að hann hafi jafnvel verið hræddur um að áhorfendur héldu að þetta væri ekki raunverulegur tökustaður heldur bara ódýrara tæknibrellur. 

Leikararnir fara jafnframt fögrum orðum um þá upplifun að hafa tekið upp á Íslandi. Allt myndbandið má sjá hér að neðan. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson