Varar við Facebook-svindli

Svindlari þykist vera Robert Downey Jr. á netinu.
Svindlari þykist vera Robert Downey Jr. á netinu. AFP

Kvikmyndaleikarinn Robert Downey Jr. varar fylgjendur sína við manneskju sem er að villa á sér heimildir á netinu og þykist vera hann.

Leikarinn skrifaði á Facebook-síðu sína að honum hafi verið gert ljóst að það sé einhver sem hefur samband við fólk á Facebook undir nafni leikarans og biður það um að gefa sér peninga fyrir alls konar góðgerðarmál. 

„Langaði bara að láta ykkur vita að ég nota aldrei samfélagsmiðla til þess að eiga samskipti við neinn persónulega og ég myndi aldrei biðja aðdáendur mína um peninga,“ skrifar hann. 

Mörg hundruð aðdáendur svöruðu leikaranum og sögðu frá reynslu sinni af þessum svindlara en flest þeirra vissu að um svindl væri að ræða þegar hann hafði samband.

„Ég er mjög þakklátur fyrir alla ástina, stuðninginn og örlæti aðdáenda minna. Sumir vilja notfæra sér það, svo við skulum hugsa vel um hvert annað. Elska ykkur öll og passið ykkur.“



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson