Barnið planað út frá HM í knattspyrnu?

Knattspyrnuáhugamenn sýndu fæðingarorlofi mikinn áhuga.
Knattspyrnuáhugamenn sýndu fæðingarorlofi mikinn áhuga. mbl.is/AFP

Það voru ekki bara áhugamenn um kóngafólk sem tóku við sér í gær, mánudag, þegar fréttir bárust af óléttu Katrínar hertogaynju. Knattspyrnuáhugamenn voru ekki lengi að koma með samsæriskenningu. 

Á Twitter birtust mörg tíst þess efnis að Vilhjálmur hafi planað óléttuna út frá HM í knattspyrnu karla sem fram fer næsta sumar. Er hann sagður hafa planað þetta þannig að hann geti farið í tveggja vikna fæðingarorlof meðan á mótinu stendur. 

Þó svo að kenningin sé skemmtileg verður það þó að teljast ólíklegt að hertogahjónin hafi verið með þetta í huga. Þó svo það sé ekki vitað hversu langt hertogaynjan er gengin með þriðja barn þeirra er talið líklegt að hún sé komin það langt að prinsinn verður ekki í fæðingarorlofi um mitt sumar á næsta ári, nema hann náttúrulega fresti fæðingarorlofinu um einhverjar vikur.

Heimsmeistaramótið í knattspyrnu karla fer fram í Rússlandi á næsta ári frá 14. júní til 15. júlí. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson