Íhugar heimafæðingu

Katrín er nú sögð íhuga að fæða næsta barn heima …
Katrín er nú sögð íhuga að fæða næsta barn heima í Kensington höll. mbl.is/AFP

Katrín hertogaynja er sögð íhuga að fæða barnið sem hún ber nú undir belti í Kensington-höll. Með því að fæða heima í höllinni mundi hertogaynjan sleppa við mikið fjölmiðlaáreiti fyrir utan spítalann. 

Samkvæmt Daily Mail bað Katrín um leyfi fyrir heimafæðingu fyrir fæðingu Karlottu prinsessu. Hún ákvað hinsvegar að hætta við eftir að henni var ráðlagt að eiga á spítala. 

Nú þegar Katrín gengur með þriðja barn sitt og Vilhjálms Bretaprins er hún sögð íhuga heimafæðingu, sérstaklega í ljósi þess að hinar tvær fæðingarnar gengu vel. Katrín og Vilhjálmur mundu þar með að sleppa við að mæta ljósmyndurum eftir fæðinguna eins og þau þurftu að gera þegar Georg og Karlotta fæddust. 

Þetta væri ekki í fyrsta skipti sem lítill prins eða prinsessa fæddist í höll. Elísabet Englandsdrottning átti öll sín fjögur börn í Buckingham-höll.

Katrín átti þau Georg og Karlottu á spítala.
Katrín átti þau Georg og Karlottu á spítala. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason