Georg litli með eltihrelli?

Brotist var inn í skóla Georgs litla í vikunni.
Brotist var inn í skóla Georgs litla í vikunni. mbl.is/AFP

Fram kom hjá The Sun að Louise Chantry, konan sem braust inn í skóla Georgs litla á miðvikudaginn, er ofuraðdáandi bresku konungsfjölskyldunnar. 

Greint var frá því á miðvikudag að lögreglan í London hafði handtekið fertuga konu sem braust inn í Thomas's Battersea-skólann. 

„Hún hefði ekki gert Georgi mein. Hann hefði verið öruggur með henni. Hún bara elskar konungsfjölskylduna og elskar krakka,“ sagði Rhona Crawford, móðir konunnar. Crawford segir að Vilhjálmur Bretaprins, Katrín hertogaynja, Georg og Karlotta séu eins og sú fjölskylda sem konan óskar sér. 

Chantry sem skildi nýverið við eiginmann sinn til sex ára á engin börn. Hún á að hafa farið í skóla Georgs tvisvar á einum sólarhring áður en hún var handtekin. 

Vilhjálmur Bretaprins fylgdi syni sínum í skólann fyrsta skóladaginn.
Vilhjálmur Bretaprins fylgdi syni sínum í skólann fyrsta skóladaginn. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler