Boxarinn Jake LaMotta látinn

Jake LaMotta árið 2005 ásamt leikaranum Robert De Niro.
Jake LaMotta árið 2005 ásamt leikaranum Robert De Niro. AFP

Jake LaMotta, hnefaleikakappinn fyrrverandi sem var umfjöllunarefni kvikmyndarinnar Raging Bull, er látinn, 95 ára gamall.

LaMotta, sem var þekktur fyrir sex bardaga seríu sína gegn Sugar Ray Robinson, lést í gær að því er dóttir hans greindi frá á Facebook.

Að sögn tímaritsins Sports Illustrated lést LaMotta af völdum lungnabólgu.

Ferill hans stóð yfir frá árinu 1941 til 1954. Hann vann 83 bardaga, þar af 30 með rothöggi, en tapaði 19.

Lífi LaMotta var gerð skil í Raging Bull frá árinu 1980 og hlaut Robert De Niro Óskarsverðlaunin fyrir túlkun sína á kappanum. LaMotta tapaði viljandi bardaga árið 1947 vegna þrýstings frá mafíunni og setti atburðurinn svartan blett á feril hans.

„Ég er stolt yfir því að faðir minn var frábær íþróttamaður. Hann missti titilinn sinn til eins besta millivigtarhnefaleikara sögunnar, Sugar Ray Robinson,“ skrifaði dóttir hans á Facebook.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler