Frá Mosó í National Geographic

Sóllilja byrjaði að taka myndir fyrir ári og hefur áhuginn …
Sóllilja byrjaði að taka myndir fyrir ári og hefur áhuginn aukist með hverri myndinni sem hún tekur. Ljósmynd/Sóllilja Baltasarsdóttir

Mynd sem tekin er í réttum í Mosfellsdal af bónda og hrúti hefur verið valin sem ein af myndum dagsins á vef National Geographic. Myndina tók Sóllilja Baltasarsdóttir ljósmyndari. 

Sóllilja var nýbúin að taka fjölda mynda í réttum í Mosfellsdal sem hana langaði að koma á framfæri. Sóllilja hlóð myndinni niður í gagnagrunn hjá National Geographic og var hennar mynd valin af einum af ritstjórum tímaritsins úr tæplega 30.000 myndum sem ein af 12 myndum dagsins 17. september síðastliðinn. „Þetta er samfélag ljósmyndara og ég rakst á þetta fyrir tilviljun þegar ég var að fara í gegnum ljósmyndirnar mínar,“ segir Sóllilja í samtali við mbl.is. 

Hún hafði ekki mikla trú á að hennar mynd yrði valin. „Ég var búin að vera að fylgjast með öðrum ljósmyndurum þarna og hugsaði bara að ég yrði að „step up my game“ helvíti mikið. Yfirleitt eru þetta ljósmyndir eins og af tígrisdýrum að stara í myndavélina, en svo völdu þeir bara mína mynd,“ segir hún hissa.

Mynd Sóllilju, The last ram, var valin ein af myndum …
Mynd Sóllilju, The last ram, var valin ein af myndum dagsins á vef National Geographic. Ljósmynd/Sóllilja Baltasarsdóttir

Á myndinni má sjá Gísla, bónda á Hrísbrú í Mosfellsdal, ásamt hrúti sem verið var að smala. „Hrúturinn týndist aðeins í réttunum. Þeir voru aðeins að hvíla sig og mér fannst þetta æðislegt móment.“ Sóllilja nefndi myndina „The last ram,“ eða „Síðasti hrúturinn.“ Hún fékk tilkynningu með tölvupósti frá einum af ritstjórum National Geographic um að hennar mynd hefði orðið fyrir valinu. Síðar fékk hún tilkynningu um að myndin væri með þeim vinsælustu á vefnum þann daginn.

Búin að fikta með myndavélina í eitt ár 

En hvaða þýðingu hefur það að fá birta mynd eftir sig á vef National Geographic? „Ég fæ stimpil sem Published Photographer sem þýðir að þá fylgjast þeir betur með mér og geta beðið mig um að fá að nota myndirnar mínar í blaðið hjá sér.“ Sóllilja segir þetta vera skemmtilega byrjun á vonandi löngum ljósmyndaferli hennar, en hún byrjaði að fikta með myndavélina fyrir ári.

„Ég lærði tæknilega hlutann um áramótin og síðan þá hef ég haft mjög mikinn áhuga og þetta er mjög mikil hvatning til að halda áfram að taka náttúrumyndir,“ segir Sóllilja, sem byrjaði að taka myndir af blönduðum bardagalistum. Hún hefur meðal annars ferðast með Gunnari Nelson og myndað hann í keppnisferðum. „Það var mjög skemmtilegt en þetta er meira á mínu áhugasviði, það er dýrin, náttúran, hönnun og list.“

Hér má sjá mynd Sóllilju á vef National Geographic.  



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant