Brjálaðir út í Jennifer Lawrence

Jennifer Lawrence er ekki vinsæl hjá hægri-öfgasinnum.
Jennifer Lawrence er ekki vinsæl hjá hægri-öfgasinnum. mbl.is/AFP

Nýjasta kvikmynd Jennifer Lawrence, Mother!,hefur enn og aftur gert hana að skotmarki hægriöfgamannanna í alt-right-hreyfingunni.

Vísanir í Biblíuna í myndinni hafa reitt bandaríska íhaldsmenn til reiði og hafa þeir margir hverjir hvatt almenning til þess að sniðganga myndina.

Einn ritstjóra Breitbart-fréttaveitunnar, John Nolte, sagði á laugardaginn að hin hatursfulla Jennifer Lawrence hefði loksins fengið það sem hún ætti skilið því Mother! væri hreinasta hörmung fyrir Lawerence, sem væri fyrrverandi stjarna.

Þótt óvíst sé að ákall um að sniðganga myndina hafi haft mikil áhrif hefur hún engu að síður fengið dapra dóma hjá flestum gagnrýnendum.

Þá hafa meðlimir alt-right-hreyfingarinnar einnig sakað Lawrence um að ráðast gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta með því að halda því fram við kynningu á myndinni að loftslagsbreytingar væru af mannavöldum. Lawrence sagði sjálf í yfirlýsingu á Facebook að það hefði ekki haft neitt með Trump að gera.

Þá fór nýlegt tölublað Vogue-tímaritsins einnig fyrir brjóstið á alt-right-liðum þar sem forsíðu blaðsins prýddi mynd af Lawrence fyrir framan frelsisstyttuna og inni í blaðinu var viðtal við hana.

Jennifer Lawrence.
Jennifer Lawrence. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson