Kenna Cruise um dauða tveggja manna

Tom Cruise er sakaður um vanrækslu.
Tom Cruise er sakaður um vanrækslu. mbl.is/AFP

Fjölskyldur tveggja flugmanna sem létust í flugslysi við tökur á kvikmyndinni American Made saka leikarann Tom Cruise og leikstjórann Doug Liman um vanrækslu sem hafi átt þátt í að draga flugmennina til dauða. Þetta kemur fram í nýjum gögnum sem lögð hafa verið fyrir dóm vestanhafs samkvæmt People. 

Flugmennirnir Alan Purwin og Carlos Berl létust í september 2015 við tökur en þriðji flugmaðurinn lamaðist í slysinu. Fjölskyldur hinna látnu hafa stefnt framleiðendum myndarinnar, Entertainment, Vendian Entertainment og Cross Creek Pictures. Í gögnunum er einn framleiðendanna sagður hafa kvartað undan framferði Cruise og Limans sem eru sagðir hafa búið til ný og stórhættuleg flugáhættuatriði við upptökur á myndinni.

Þá er skortur á skipulagningu sagður hafa valdið því að óundirbúnir flugmenn án leyfis í gamalli flugvél hafi farið verið látnir fljúga í vondu veðri á meðal fjalla sem þeir þekktu ekki.

Fjölskyldur flugmannanna hafa einnig stefnt hvor annarri og þá hefur fjölskylda Berls einnig stefnt þriðja flugmanninum, sem lifði slysið af.

Tom Cruise.
Tom Cruise. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson