Ungfrú Tyrkland svipt titlinum vegna tísts

Ungfrú Tyrkland var svipt titlinum.
Ungfrú Tyrkland var svipt titlinum. Ljósmynd/Twitter

Sigurvegarinn í Ungfrú Tyrkland 2017 hefur verið sviptur titlinum eftir að upp komst um „óæskilega“ færslu sem hún hafði deilt á Twitter. Í tístinu vitnaði hin 18 ára gamla Itir Esen til valdaránstilraunarinnar í Tyrklandi í fyrra og líkir tíðablæðingum sínum við blóðsúthellingar „píslarvotta“.

Skipuleggjendur fegurðarsamkeppninnar segja tístið vera óásættanlegt og staðfestu þá ákvörðun sína að svipta fegurðardrottninguna titlinum aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hún var krýnd.

Í kjölfarið hefur Esten greint frá því á Instagram-reikningi sínum að með tístinu hafi hún ekki verið að deila pólitískum skoðunum. Tístið fór í loftið þegar um það bil ár var liðið frá valdaránstilrauninni 15. júlí í fyrra þar sem nærri 250 manns létust.

„Ég byrjaði á blæðingum í morgun til að fagna 15. júlí, degi píslarvotta. Ég fagna deginum með því að blæða í ljósi blóðs píslarvottanna,“ skrifaði fegurðardrottningin á Twitter. Recep Tyyip Erdogan, forseti Tyrklands, talar iðulega um þá sem létust í átökunum við uppreisnarmenn sem „píslarvotta“.

Segja skipuleggjendur keppninnar að þeir hafi ekki vitað af tístinu fyrr en eftir krýningarathöfnina sem var í Istanbúl. Eftir að upp komst um tístið hafi þeir haldið langan fund til að taka ákvörðun í málinu.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson