Liam ekki raunverulegt nafn rokkarans

Liam Gallagher heitir í rauninni ekki Liam.
Liam Gallagher heitir í rauninni ekki Liam.

Liam Gallagher, tónlistarmaður og söngvari hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar Oasis, er greinilega afar leyndardómsfullur maður.

Vefmiðillinn Mirror greindi frá því í dag að söngvarinn, sem hefur ekki verið kallaður annað en Liam síðan á tíunda áratug síðustu aldar, beri í raun og veru allt annað nafn.

Aðdáendur hafa margir hverjir bent á að raunverulegt nafn kappans, sem honum var gefið í æsku, skori síður en svo mörg rokkstig. Þá greindi vefmiðillinn frá því að söngvarinn héti í raun og veru William John Paul Gallagher.

Miklar umræður spunnust um málið í netheimum og voru margir aðdáendur furðu lostnir.

„William Gallagher, það er aðeins minna rokk í því en Liam Gallagher,“ sagði einn aðdáandi.

„Liam Gallagher heitir í raun og veru William Gallagher og allt líf mitt er eintóm lygi,“ sagði annar.

Sumum þótti stóra nafnamálið þó beinlínis stormur í vatnsglasi.

„Ef þið vitið ekki að Liam er stytting á William eigið þið við stærra vandamál að etja.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant