Vill frekar vera kynþokkafull kona en gamall karl

Rodrigo Alves ætlar að feta í fótspor Caitlyn Jenner.
Rodrigo Alves ætlar að feta í fótspor Caitlyn Jenner. Skjáskot / Instagram

Rodrigo Alves, eða hin mennska Ken-dúkka eins og hann er jafnan kallaður, hefur greint frá því að hann muni ekki leggjast oftar undir hnífinn í fegrunarskyni.

Alves, sem hefur helst unnið sér það til frægðar að hafa gengist undir fjölmargar og ónauðsynlegar fegrunaraðgerðir til að breyta ásjónu sinni, lenti í því leiða atviki á dögunum að vera haldið á flugvelli í Dubai.

Ástæðan var sú að rafrænn búnaður sem lesa átti í andlitsmynd af vegabréfi Alves þekkti hann ekki, enda hefur kauði tekið miklum breytingum síðan myndin í vegabréfinu var tekin.

„Þessi reynsla fékk mig til að hugsa minn gang og rýna í sjálfan mig og þær ákvarðanir sem ég hef tekið í gegnum tíðina. Aðgerðirnar sem ég mun gangast undir í framtíðinni verða því ekki fegrunaraðgerðir, sem slíkar, heldur frekar aðgerðir þar sem verður einblínt á bein mín og líkamsbyggingu,“ sagði Alves í viðtali við Daily Mail.

Alves greindi einnig nýverið frá því að hann hygðist ganga undir kynleiðréttingu þegar hann væri að nálgast sextugt, enda hefði hann ekki áhuga á því að verða gamall maður.

„Núna er ég ánægður með að vera karlmaður, en ég vil ekki verða gamall og siginn karl. Þegar ég fer að nálgast sextugt mun ég gera það sem Caitlyn Jenner gerði. Ég vil frekar vera kynþokkafull kona, heldur en gamall karl.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant