Erfiðleikar hjá Clinton-hjónunum?

Hillary og Bill Clinton hafa gengið í gegnum súrt og …
Hillary og Bill Clinton hafa gengið í gegnum súrt og sætt saman. mbl.is/AFP

Bill Clinton og Hillary Clinton eru sögð hafa átt í töluverðum hjónabandserfiðleikum síðustu mánuðina. Bill er sagður hafa móðgast yfir því að eiginkona hans tók ekki mark á þeim athugasemdum sem hann gerði við bók sem hún var að skrifa. 

Samkvæmt Page Six upplýsti rithöfundurinn Edward Klein um þetta en hann hefur skrifað bækur um bæði Clinton-hjónin og Kennedy-fólkið. 

Á meðan uppgjörsbók Hillary „What Happened“ nýtur vinsælda er Bill sagður síður en svo ángæður. 

Áður en Hillary skilaði handriti að bókinni til útgefanda hafi hún látið Bill lesa yfir. Bill gerði fjölmargar athugasemdir sem Hillary tók ekki mark á. Hún er meira segja sögð hafa neitað að lesa athugasemdirnar og varð Bill þá svo reiður að hann henti handritinu í ruslið. Bill er sagður hafa fundist eins og Hillary liti út fyrir að vera reið, ráðvillt og ringluð. 

Vinur hjónanna heldur því fram að gagnrýni Bills og það sem Hillary sér sem litla samkennd hafi sundrað þeim. „Þau hafa ekki talað saman í mánuði. Þau hafa átt í samskiptum í gegnum vini og lögfræðinga,“ segir vinurinn. 

Talsmaður Hillary hefur hinsvegar sagt að Klein sér sorglegur maður og talsmaður Bill segir að hann sé lygari. Ef Klein er hinsvegar ekki lygari eins og talsmaður Bill heldur fram þá hafa hjónin áður gengið í gegnum erfiðleika og komist vel af. 

Hillary Clinton með bókina.
Hillary Clinton með bókina. mbl.is/AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson