Segir Trump vera rasista

Eminem.
Eminem. AFP

Bandaríski tónlistarmaðurinn Eminem réðst grimmilega á forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, á BET hip hop tónlistarverðlaunahátíðinni í gærkvöldi. Segir hann Trump vera rasista og varaði aðdáendur sína við því að styðja forsetann.

Enginn rappari hefur selt jafn margar plötur í heiminum og Eminem. Tónlistarmaðurinn kom fram í myndskeiði sem sýnt var á hátíðinni í gær og kom hann mörgum á óvart með því.

Eminem var með hettu á höfði og augljóst var á rödd hans hversu reiður hann er út í forseta lands síns. Eminem rappaði í myndskeiðinu og sagði þar meðal annars að rasismi sé það eina sem Trump sé hrifinn af. 

„We better give Obama props / 'Cause what we got in office now's a kamikaze / That'll probably cause a nuclear holocaust," segir Eminem í laginu og vísar þar væntanlega í orðastríð Trumps á Twitter við leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-Un.

„Any fan of mine who's a supporter of his -- I'm drawing a line in the sand / You're either for or against,“ sagði hann jafnframt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant