Syrgja fræga mörgæs

Grape var yfir sig hrifinn af Hululu.
Grape var yfir sig hrifinn af Hululu. Ljósmynd/Tobu Zoo/Twitter

Mörgæsa- og teiknimyndasöguaðdáendur um víða veröld eru í sárum eftir að tilkynnt var um lát mörgæsarinnar Grape um helgina.

Grape var búsettur í dýragarðinum Tobu í Japan og varð frægur fyrr á árinu þegar hann tók ástfóstri við pappaspjaldi af japönsku teiknimyndapersónunni Hululu sem er hluti af teiknimyndaseríunni Kemono Friends sem nýtur mikilli vinsælda í Japan og víðar í Asíu.

Í frétt BBC kemur fram að pappaspjaldinu af Hululu var upprunalega komið fyrir í dýragarðinum sem hluti af auglýsingaherferð Kemono Friends. Grape sýndi Hululu strax mikinn áhuga og eyddi mörgum klukkutímum í að stara á hana og neitaði að yfirgefa hana. Starfsfólk dýragarðsins ákvað því að leyfa Hululu að vera. Sumir vilja meina að Hululu hafi komið eins og himnasending inn í líf Grape þar sem hann hafði nýlega slitið samvistum við maka sinn, mörgæsina Midori, þegar Hululu kom í dýragarðinn.

Dánarorsök Grape er ekki ljós, en hann var 21 árs sem samsvarar um það bil 80 mannsárum.

Samúðaróskum rignir yfir dýragarðinn og meðal þeirra sem hafa vottað samúð sína eru forsvarsmenn Kemono Friends og Chikuta Ikuko, sem talar fyrir Hululu í teiknimyndaþáttunum.

Fjölmargir syrgja Grape var 21 árs gamall þegar hann lést.
Fjölmargir syrgja Grape var 21 árs gamall þegar hann lést. Ljósmynd/Tobu Zoo/Twiter
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson