Destiny's Child-stjarna spennt fyrir laginu

Lárus Örn Arnarson er á uppleið í Los Angeles.
Lárus Örn Arnarson er á uppleið í Los Angeles. Mynd/Honua Music

Lárus Örn Arnarson hefur búið í Los Angeles síðan hann lauk þar tónlistarnámi í Musicians Institu­te. Nýverið kom út lagið My Name (say it) með hljómsveitinni Citizen Four sem Lárus vann að með Rodney Jerkins. Lagið er ný útgáfa af Say My Name með Destiny's Child en Jerkins var einmitt í upprunalega höfundarteyminu. 

„Ég hef unnið að tveimur lögum með Rodney Jerkins en eitt af þeim hefur bara komið út,“ segir Lárus og segir það mikinn heiður að fá að vinna með Jerkins enda hafi hann verið mikill aðdáandi hans lengi. „Hann pródusaði eitt af mínum uppáhalds lögum með Michael Jackson sem er You Rock My World,“ segir Lárus. 

Svo skemmtilega vildi til að Kelly Rowland sem var í Destiny's Child ásamt þeim Beyoncé og Michelle Williams var í næsta hljóðveri við Lárus og félaga þegar upptökurnar fóru fram. „Við spjölluðum aðeins við hana þegar við vorum frammi og henni fannst það geggjað að þeir væru að endurgera lagið,“ segir Lárus. 

Citizen Four er nýtt strákaband með samning hjá Island Records en Lárus segir útgáfufyrirtækið vera eitt það stærsta heiminum. „Þeir eru mjög hæfileikaríkir og ná vonandi langt,“ segir Lárus. 



Söngkonan Kelly Rowland.
Söngkonan Kelly Rowland. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant