Bergur Ebbi semur dansverk

Þessa dagana er Bergur Ebbi að prófa sig áfram í …
Þessa dagana er Bergur Ebbi að prófa sig áfram í danshöfundahlutverkinu. mbl.is/RAX

Bergur Ebbi Benediktsson er um þessar mundir að semja dansverk fyrir dansarann Unni Elísabetu Gunnarsdóttur. Bergur Ebbi er þekktari fyrir skáldskap sinn, grín og tónlist en danshæfileika en hann segist ekki skilgreina sig eftir neinu ákveðnu listformi. 

Verkið er hluti af sýningunni Ég býð mig fram sem Unnur Elísabet stendur fyrir og verður frumsýnd í Mengi 26. október. Unnur Elísabet segir að Bergur hafi veitt sér innblástur og sig hafi grunað að hann ætti eftir að brillera í verkefninu. „Ég sendi út bréf á 13 listamenn sem hafa haft áhrif á mig sem listamann og bað þá að semja örverk fyrir mig. Hann er einn af þeim,“ segir Unnur um ástæðuna fyrir samstarfinu. 

Unnur Elísabet mun flytja þrettán þriggja mínútna verk eftir þrettán …
Unnur Elísabet mun flytja þrettán þriggja mínútna verk eftir þrettán listamenn úr ólíkum áttum. ljósmynd/Saga Sig

Dansverk Bergs Ebba heitir Því að og segir hann það fjalla um baráttuna um að vera kúl, að halda sér ofan jarðar í þeirri grimmu lífsbaráttu. „Að ég gæti verið hluti af því að semja dansverk. Að ég hefði eitthvað fram að færa í þeirri listgrein,“ segir Bergur Ebbi um það sem kom honum á óvart í ferlinu. 

Við stillum okkur upp fyrir framan stóran spegil, dönsum eitthvað, skoðum svo vídeóupptökur af dansinum og metum hvað við fílum og vinnum þetta þannig hægt og rólega með gömlu góðu „trial-and-error“-aðferðinni, sem gagnast yfirleitt best,“ segir Bergur um vinnuferlið. 

Unnur Elísabet segir það búið að vera mjög forvitnilegt að fá að fylgjast með Bergi Ebba semja sitt fyrsta dansverk. „Þetta er alveg nýtt fyrir honum, hann var smá stressaður til að byrja með en svo fór þetta í mjög gott flæði. Ég dáist að honum fyrir að demba sér út í djúpu laugina og takast á við eitthvert alveg nýtt verkefni,“ segir Unnur Elísabet. 

12 aðrir listamenn veittu Unni Elísabetu lið en ekki allir semja dansverk þrátt fyrir að Unnur Elísabet sé dansari. Meðal þeirra sem semja listaverk fyrir Unni Elísabetu eru þau Daði Freyr Pétursson tónlistarmaður, Saga Sigurðardóttir ljósmyndari og Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona. 

Listamennirnir koma úr ólíkum áttum.
Listamennirnir koma úr ólíkum áttum.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson