Peaches á Norður og niður

Kanadíski elektrópönkarinn Peaches.
Kanadíski elektrópönkarinn Peaches. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kanadíski elektrópönkarinn Peaches er meðal þeirra listamanna sem bæst hafa í hóp flytjenda á listahátíð Sigur Rósar, Norður og niður, sem haldin verður í Hörpu milli jóla og nýárs.

Auk hennar hafa bæst við bandaríski píanistinn og tónskáldið Dustin O’Halloran og landi hans  Alex Somers, þýski raftónlistarmaðurinn Ulrich Schnauss, kanadíski kvikmyndaleikstjórinn Dean Deblois, íslenska hljómsveitin Amiina, tónlistarkonan Gyða Valtýsdóttir, rokksveitin Dimma og bandaríski hörpuleikarinn Mary Lattimore.
Enn á eftir að tilkynna um fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni en frekari upplýsingar um þá sem staðfestir hafa verið má finna á vefsíðu hátíðarinnar, nordurognidur.is. Sala á dagpössum á hátíðina hefst fimmtudaginn 26. október.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson