Þóttist vera edrú en var á fullu í kókaíni

Demi Lovato er búin að ná sér á strik.
Demi Lovato er búin að ná sér á strik. mbl.is/AFP

Söngkonan Demi Lovato opnaði sig meðal annars um kókaínneyslu sína í heimildarmyndinni Simply Complicated. Lovato auglýsti edrúmennsku sína vel fyrir nokkrum árum en í myndinni segir hún að hún hafi enn verið í neyslu á þeim tíma

Stjarnan fór í meðferð árið 2010 þá einungis 18 ára. Það gekk hins vegar ekki betur en svo að um tíma árið 2012 féll hún aftur. Lovato var meðal annars dómari í bandaríska X-Factor á þessum tíma. Hún segist alltaf hafa verið að lauma kókaíni inn með sér, ekki bara inn á salerni heldur líka inn í flugvélar. „Ég fór á svona tveggja mánaða fyllerí þar sem ég notaði það daglega,“ sagði Lovato

Það sem fékk Lovato hins vegar til þess að hætta að lokum var hræðslan við að missa fólkið sem henni þótti vænt um og hún elskaði. 

Lovato þjáðist af lotugræðgi og fór einnig í meðferð vegna sjúkdómsins. Hún á enn erfitt með sig þegar kemur að mat. „Matur er enn stærsta áskorunin í mínu lífi,“ sagði Lovato sem vill þó ekki segja að hann stjórni allri hugsun hennar en segir samt að hún hugsi stanslaust um mat. Þetta hafi verið vandamál síðan hún var lítil. 

Demi Lovato.
Demi Lovato. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson