Gosling kannaðist við Nóa

Gosling og Tómas glaðhlakkalegir á tökustað Blade Runner 2049 í …
Gosling og Tómas glaðhlakkalegir á tökustað Blade Runner 2049 í Ungverjalandi. Ljósmynd/Tómas Lemarquis.

Leikarinn Tómas Lemarquis, sem fer með hlutverk í kvikmyndinni Blade Runner 2049, segir í viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins að fyrstu kynni hans af aðalstjörnu myndarinnar, Ryan Gosling, hafi verið nokkuð öðruvísi en hann hafi átt von á. 

„Ég hitti hann fyrst á tökustað og var búinn að ímynda mér að ég myndi taka í spaðann á honum og segjast vera hrifinn af því sem hann hefði gert. En svo hittumst við og hann segir strax: „Bíddu, ég kannast nú eitthvað við þig. Já, ertu Íslendingur? Ert þú leikarinn úr Nóa albinóa? Það er heiður að vinna með þér!“,“ segir Tómas og hlær. Gosling hafi komið til greina í eitt af aðalhlutverkum The Good Heart, kvikmynd Dags Kára Péturssonar, sem Paul Dano tók síðan að sér og hafi því kynnt sér kvikmyndir Dags Kára og m.a. Nóa albinóa. Tómas segir samstarf þeirra Gosling og leikstjóra kvikmyndarinnar, Denis Villeneuve, hafa verið einkar gott og að kvikmyndastjarnan hafi ekki látið egóið þvælast fyrir sér. 

Tómas landaði hlutverkinu með þrautseigjuna að vopni og fór inn bakdyramegin, að eigin sögn. „Ég hafði samband við vin minn sem býr í Búdapest, komst þannig í samband við fólkið sem vann á staðnum þar og tók upp vídeó sem leikstjórinn fékk síðan,“ útskýrir Tómas en kvikmyndin var tekin upp að stórum hluta í Ungverjalandi. Í framhaldi var hann valinn í hlutverkið. „Þetta sýnir að maður verður að vera svolítið þrautseigur og sækjast eftir því sem mann langar í. Það þýðir ekkert að bíða heima eftir að hlutirnir gerist, með tærnar upp í loft,“ segir hann.

Viðtalið má lesa í heild í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins í dag. 

Tómas og Gosling í hlutverkum skjalavarðar og K í Blade …
Tómas og Gosling í hlutverkum skjalavarðar og K í Blade Runner 2049.
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson