Alveg jafn mikil kona og karl

Sam Smith er ekki hræddur við að ræða kynhneigð sína …
Sam Smith er ekki hræddur við að ræða kynhneigð sína og kynferði. mbl.is/AFP

Tónlistarmaðurinn Sam Smith ræddi um um kynhneigð sína og kynferði sitt í nýlegu viðtali í tilefni þess að nýjasta platan hans fjallar meðal annars um þetta. 

Smith sem er 25 ára kom út úr skápnum árið 2014 en hann segir að ástæðan fyrir því að hann kom ekki fyrr út úr skápnum sé sú að hann var hræddur við að segja eitthvað vitlaust og móðga. „Ég var bókstaflega eini samkynhneigði maðurinn í bænum,“ segir Smith sem bjó í litlum bæ áður en hann fluttist til Lundúna samkvæmt E! Online

Smith viðurkennir í viðtalinu að hann elski hælaháa skó og segist eiga mikið af þeim heima. „Ég veit ekki hver titillinn ætti að vera, en mér líður jafn mikið eins og konu eins og ég er karlmaður,“ segir Smith þegar blaðamaðurinn spyr hann um kynferði hans. 

Í viðtalinu segist Smith ekki eiga neinn kærasta en hann hefur þó sést láta vel að 13 Rea­sons Why-stjörnunni Brandon Flynn að undanförnu. 

Sam Smith.
Sam Smith. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant