Jesús gaf Reyni kraftana

Reynir sterki
Reynir sterki
Reynir sterki var landsmönnum kunnur á sjöunda og áttunda áratug …
Reynir sterki var landsmönnum kunnur á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Úr Morgunblaðinu 1974

„Reynir sterki er maður sem steig fram á sjötta áratugnum. Hann vakti athygli fyrst 17 ára gamall fyrir það að taka þrjú til fimm hundruð kílóa tunnur og lyfta þeim af gólfinu upp á færiband. Það kom blaðamaður frá Morgunblaðinu og tók myndir af honum, þetta þótti rosalega merkilegt. Eftir þetta gerir hann mynd um sjálfan sig, setur þrjú heimsmet og vekur heimsathygli. En í dag man enginn eftir honum,“ segir Baldvin Z um Reyni Örn Leóson, Reyni sterka, sem hann hefur gert heimildarmynd um.

„Það eru örugglega góðar ástæður fyrir því að enginn man eftir honum en saga þessa manns er þyrnum stráð. Hann var alþýðumaður, reykti mikið og drakk mikið,“ bætir Baldvin við en hann segir Reyni hafa búið yfir yfirnáttúrlegum kröftum. „Heimsmetin hans eru þess eðlis að þau hafa ekki verið slegin og verða aldrei slegin. Eitt heimsmetið var að hann sleit keðju sem hafði sex tonna togþol,“ segir Baldvin sem komst yfir myndefni af því þegar heimsmetin voru sett. Hann ræddi einnig við fólk í myndinni sem varð vitni að því sem gerðist. 

Myndin er mjög persónuleg og fjallar um ævi þessa skrautlega manns sem hafði þessa yfirnáttúrlegu krafta en Reynir sagði frá því á sínum tíma að Jesús hefði birst sér og fært sér kraftana.

Horfðu á viðtal Sigga Gunnars við Baldvin Z frá því í morgun á K100 hér að neðan.

 

Leikstjórinn Baldvin Z var gestur Sigga Gunnars á K100 í …
Leikstjórinn Baldvin Z var gestur Sigga Gunnars á K100 í morgun. K100

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson