Illa fór fyrir þjófóttum apaunga

Apinn fór undir læknishendur eftir atvikið.
Apinn fór undir læknishendur eftir atvikið. skjáskot/Mirror

Apaungi í Bangkok hugsar sig kannski tvisvar um áður en hann ákveður að stela kaffibolla aftur. Apinn missti meðvitund í tíu klukkustundir eftir að hafa innbyrt sterkt kaffi. 

Mirror greinir frá því að apinn hafi hoppað á mótorhjól ferðamanns og drukkið kaffi hans. Hann stökk síðan af mótorhjólinu og lyppaðist niður. Talið er að apaunginn hafi ætlað að herma eftir ferðamanninum með því að drekka kaffið. Atvikið vakti hræðslu meðal nærstaddra ferðmanna sem voru þó viðbragðsgóðir og dýralæknir var fljótur á svæðið og framkvæmdi fyrstu hjálp.

Apinn vaknaði ekki fyrr en klukkan þrjú nóttina eftir og hafði þá verið meðvitundarlaus í tíu tíma. Þegar fullvíst var að hálfsárs gamli apinn hefði náð sér var hann látinn aftur laus.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson