Á von á sínu þriðja barni 62 ára

Rowan Atkinson á von á barni í desember 62 ára.
Rowan Atkinson á von á barni í desember 62 ára. mbl.is/AFP

Beski leikarinn Rowan Atkinson, sem gerði Mr. Bean ódauðlegan, á von á sínu þriðja barni með nýju konunni. Atkinson á tvö börn úr fyrra hjónabandi. 

The Telegraph greinir frá fjölguninni en kærasta Atkinsons er leikkonan Louise Ford og næstum því 30 árum yngri en leikarinn eða 33 ára. 

Parið, sem er búið að vera saman í þrjú ár, er sagt vera í skýjunum en skilnaður Atkinsons við fyrstu eiginkonu sína gekk formlega í gegn árið 2015. 

Ford er þekkt í Bretlandi fyrir að leika hertogaynjuna Kate Middleton í sjónvarpsþáttunum The Windsors. Hún lærði leiklist í RADA og var leikarinn Tom Hiddlestone með henni í bekk. 

Rowan Atkinson.
Rowan Atkinson. mbl.is/AFP
mbl.is